Rúna K. Tetzschner hefur sérhæft sig í ævintýramyndum með náttúrufantasíu sem örva til hugleiðslu og skapandi ímyndunar. Myndir hennar búa yfir heilunarorku og henta mismunandi myndir fólki hverju sinni.

 

Rúna hefur starfað jafnhliða við listir og fræði síðan 1997. Hún á að baki sjö ára nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og íslenskunám við Háskóla Íslands þar sem hún er nú að ljúka M.A. námi í norrænni trú. Rúna hefur starfað sem sérfræðingur á ýmsum söfnum, er höfundur ljóðabóka, barnabóka og fræðibóka og hefur haldið sýningar víða hér heima og erlendis, meðal annars á fjölmörgum andlegum messum á Norðurlöndum.


Rúna K. Tetzschner er þátttakandi í eftirtöldum atburðum

Deila þessum.